Fréttir

Fimm frá Fimleikadeild Keflavíkur í landsliðsverkefni
Fimleikar | 16. maí 2022

Fimm frá Fimleikadeild Keflavíkur í landsliðsverkefni

Nú var verið að tilkynna landsliðshópa fyrir Evrópumót í september og á fimleikadeildin 5 iðkendur í þeim hópum.

Emma Jónsdóttir var valin landsliðshóp blandaðs liðs unglinga.

Katrín Hólm Gísladóttir í landsliðshóp stúlkna.

Heiðar Geir Hallsson, Leonard Ben Evertsson og Máni Bergmann Samúelsson í landsliðshóp drengja.

Fimleikadeild Keflavíkur óskar þeim öllum til hamingju og er deildin afar stolt af þessum flotta árangri en þau hafa öll staðið sig ótrúlega vel og eru flottar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur.