Fimleikastelpur í Skólahreysti
Skólahreysti er orðinn fastur liður hjá grunnskólakrökkum hér í Reykjanesbæ. Fimleikadeildin er auðvitað mjög stolt af öllum þeim flottu krökkum sem hafa tekið þátt fyrir hönd sinna skóla hér á svæðinu enda hafa þeir staðið sig gríðarlega vel og haldið uppi merki bæjarfélagsins.
Fimleikadeild Keflavíkur getur státað sig af því að eiga og hafa átt hæfileikaríkar stelpur í þessum hópi undanfarin ár sem keppt hafa fyrir hönd sinna skóla. Þá hafa fjórar þessarra stelpna meira að segja verið í sigurliði Holtaskóla og staðið sig með miklum sóma. Fimleikadeildin heyrði í þessum stelpum hljóðið og fékk þær í stutt viðtal.
- Elva Dögg Sigurðardóttir
Nafn: Elva Dögg Sigurðardóttir
Aldur: 18 ára
Afhverju ákvaðst þú að taka þátt í skólahreysti? Því mér fannst þetta mjög spennandi og ég hef mikinn áhuga á öllum íþróttum og ég er líklegast ein mesta keppnismanneskja sem fyrir finnst.
Hvaða grein kepptir þú? Ég keppti 3x í skólahreysti bæði í armbeygjum/hanga og svo brautinni, árið sem við unnum keppti ég í hraðabrautinni.
Mannstu hver tíminn/fjöldi var? 49 armbeygjur og svo vorum við 2:12 í brautinni!
Hvað fékstu þér að borða í morgunmat á keppnisdaginn? Húff ég man ekki, líklegast hafragraut.
Hvað hefuru æft/æfðiru fimleika lengi? Í 12 ár rúmlega
Telur þú fimleika vera góður grunnur fyrir skólahreysti? Já ég tel fimleika vera mjög góðan grunn fyrir skólahreysti ef ekki bara þann besta.
Ertu hjátrúafull? Já ég er eiginlega óþolandi hjátrúafull, öll árin þrjú keppti ég t.d. í sömu buxunum!
Hvað fékstu út úr því að taka þátt í skólahreysti? Það var svo margt skemmtilegt sem fylgi því að taka þátt í skólahreysti! Ég fékk að hreyfa mig meira í mjög góðum félagsskap, kynntist krökkunum og fleirra fólki betur t.d. þeim Andrési og Láru sem eiga Skólahreysti, ég er enþá í góðu sambandi við þau, ég fékk að fara til Finnlands að keppa fyrir hönd Íslands í Skólahreysti, ég fékk jákvæða athygli allstaðar að úr bænum og svo fékk maður að vera góð fyrirmynd :))
Hvernig tilfining var það að lyfta bikarnum á loft? Það var sjúklega góð tilfinning! Ég hugsaði bara loksins loksins loksins! Við áttum þetta svo sannarlega skilið, við vorum búin að stefna að þessu alveg frá upphafi! AUKAæfingin skapaði svo sannarlega meistarana!!
Elva Dögg að klára tímaþrautina
- Eydís Ingadóttir
Nafn: Eydís Ingadóttir
Aldur: 15 ára
Afhverju ákvaðst þú að taka þátt í skólahreysti? Hef gaman af íþróttum og finnst gaman að reyna á mig
Hvaða grein kepptir þú? Armbeygjum og hreystigreip
Mannstu hver tíminn/fjöldi var? 39 armbeygjur og hékk í 3:45
Hvað fékstu þér að borða í morgunmat á keppnisdaginn? Ég er nú ekki beint dugleg í morgunmatnum, en hef líklegast fengið mér eitthvað morgunkorn.
Hvað hefuru æft/æfðiru fimleika lengi? Í næstum 7 ár
Telur þú fimleika vera góður grunnur fyrir skólahreysti? já mjög, sérstaklega fyrir armbeygjurnar og hreystigreipina en kannski ekki svo mikið fyrir hraðaþrautina
Ertu hjátrúafull? Nei, ekki mikið allavega
Hvað fékstu út úr því að taka þátt í skólahreysti? Fyrir utan ostakörfuna og hjólið fékk ég ánægju og reynslu
Hvernig tilfining var það að lyfta bikarnum á loft? hún var allveg einstaklega yndisleg!!
Eydís að keppa í hreystigripi
- Sólný Sif Jóhannsdóttir
Nafn: Sólný Sif Jóhannsdóttir
Aldur: 17 ára
Afhverju ákvaðst þú að taka þátt í skólahreysti? Tók fyrst þátt í 8bekk, það voru ekkert margar sem bauð sig fram í armbeygjur þá, svo íþróttakennarinn bað mig um að koma á eina æfingu og ég stóð mig bara frekar vel, svo ég varð valin!
Hvaða grein kepptir þú? Armbeygjum og hanga öll þrjú árin
Mannstu hver tíminn/fjöldi var? 67 armbeygjur var það mesta á keppni og eitthvað um 3 mínútur að hanga
Hvað fékstu þér að borða í morgunmat á keppnisdaginn? Eitthvað jógúrt og eggjarbrauð minni mig
Hvað hefuru æft/æfðiru fimleika lengi? Þetta mun vera 9 árið mitt
Telur þú fimleika vera góður grunnur fyrir skólahreysti? Mjög svo, maður styrkist rosalega í fimleikum og maður hefur keppnisskapið
Ertu hjátrúafull? Já ég er það. Þegar við unnum fyrst skólahreysti þá var ég með græna teygju í hárinu og það var fyrsta keppnin í 9bekk, ég átti eftir að keppa lokakeppnina, í Finnlandi og líka keppni árið 2012, og ég keppti ekki nema ég var með þessa grænu teygju til dæmis. Hún þurfti bara að vera. Mikið fleira líka
Hvað fékstu út úr því að taka þátt í skólahreysti? Ég varð mjög handsterk þarna um tímabil, sem hjálpaði mér í fimleikum, og svo fékk ég bara hamingjuna þetta var ótrúlega gaman.
Hvernig tilfining var það að lyfta bikarnum á loft?Bara þessi tilfinning sem maður fær þegar þú vinnur og vinnur fyrir eitthverju svo loksins kemur að því að þér tekst.
Sólný Sif að keppa í armbeygjunum
- Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman
Nafn: Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman
Aldur: 14 að verða fimmtán ára
Afhverju ákvaðst þú að taka þátt í skólahreysti? Ég ákvað að ég ætlaði að keppa í skólahreysti þegar ég var átta ára og ég fór með pabba mínum og bróður mínum á lokakeppni skólahreystis, síðan þá er ég búin að vera að bíða eftir því að verða nógu gömul til þess að keppa fyrir hönd skólans míns
Hvaða grein kepptir þú? Ég keppti í armbeygjum og hreystigreip
Mannstu hver tíminn/fjöldi var? Ég gerði ég 49 armbeygjur og hékk í 4:27 (ég held það hehe)
Hvað fékstu þér að borða í morgunmat á keppnisdaginn? Ég fékk mér Cheerios með banana útí í morgunmat á keppnisdaginn
Hvað hefuru æft/æfðiru fimleika lengi? Ég er búin að vera að æfa fimleika síðan ég var sjö ára, þannig að þetta eru samtals átta ár
Telur þú fimleika vera góður grunnur fyrir skólahreysti? Já, mér finnst fimleikar vera einstaklega góður grunnur fyrir skólahreysti, bæði fyrir stráka og stelpur
Ertu hjátrúafull? Já, ég er svolítið hjátrúarfull. Eins og fyrir lokakeppnina þá keppti ég í sömu leggingsbuxum og á undankeppninni því að mér gekk svo vel í þeim þá.
Hvað fékstu út úr því að taka þátt í skólahreysti? Ég fékk út út því mikinn styrk og kynntist mjög skemmtilegum krökkum sem að ég hefði líklega ekkert kynnst. Síðan er þetta bara rosalega gaman.
Hvernig tilfining var það að lyfta bikarnum á loft? Tilfinningin við að lyfta bikarnum á loft var æðisleg!
Kolbrún Júlía að keppa í armbeygjunum.
Vinningslið síðustu ára
Elva Dögg og Sólný Sif ásamt liðsfélögum sínum.
Eydís og Sólný Sif ásamt sínum liðsfélögum.
Kolbrún Júlía (til hægri) ásamt liðfélögum sínum.