Fréttir

Fimleikar | 14. janúar 2008

Fimleikar fyrir fullorðna

Þátttakan í fimleikafjörinu okkar fór fram úr björtustu vonum. Flestir íslensku þjálfararnir okkar eru í feiknaformi eftir stíft þjálfaranámskeið núna um helgina og Vivi og Cezar í miklu stuði í salnum. Þetta getur bara orðið mikið gaman.

Við biðjumst velvirðingar á því að vera ekki búnar að svara fyrr og eins því að við þurfum að seinka byrjun námskeiðsins til fimmtudagsins 17.01.2008. Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona námskeið hérna í Keflavík en vonandi ekki það síðasta. Það er okkar von að skemmtilegi fimleikasalurinn okkar opnist með þessu móti fyrir fleirum í samfélaginu og góður félagsskapur myndist. Fimleikar eru nefnilega feiknafjör og afar góð líkamsrækt.

Við getum því miður aðeins tekið inn 20 konur á þriðjudögum en allir sem skráðu sig komast í tímann á fimmtudögum. Við munum skipta niður á nokkarar vinnustöðvar í hverjum tíma þannig að allir hafa val um verkefni eftir getu og formi.

Vegna góðrar þátttöku höfum við ákveðið að lækka gjaldið niður í 7.500 krónur fyrir tímann sem er einu sinni í viku (Samtals 12 klukkustundir) og 11.000 krónur fyrir 2 skipti á viku (samtals 3,5*6= 21 tími ). Greiða þarf æfingagjaldið í lok tímans á fimmtudaginn.

Við fórum eftir tímasetningu skráningar (e-mailsins) þegar við röðuðum niður en listinn mun hanga uppi í fyrsta tímanum núna á fimmtudaginn.

Meðfylgjandi er skemmtileg grein um fimleika fyrir fullorðna eftir kanadískan þjálfara, Roger Harrell.  Greinin er birt á vefsíðunni www.drillsandskills.com

Okkur vantar kennitölur, póstföng og GSM síma fyrir nokkrar konur, viðkomandi mega gjarnan senda okkur línu. Felix er tölvuforrit sem heldur utan um alla iðkendur félagsins (Forrit frá FSÍ/ÍSI) og það vinnur á kennitölum.

Hlökkum til að sjá ykkur allar

Viveca, Cezar, Mæja Óla, Elín Íslaug, Hildur María og fleiri frábærir þjálfarar fimleikadeild Keflavíkur.