Fréttir

Fimleikar | 29. desember 2007

Fimleikamaður Keflavíkur 2007

Kristín Sigurðardóttir hefur verið valin fimleikamaður Keflavíkur.  Hún kemur úr hópfimleikum og  hefur staðið sig frábærlega innan liðsins þar sem hún hefur verið fastamaður sl. ár. 
Kristín hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og stefnir enn hærra. Hún er metnaðarfull og sýnir fimleikunum fullan áhuga. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd og einnig er hún félagi sínu ávallt til sóma hvar sem hún kemur fram.
Kristín hefur keppt á mörgum mótum með hópnum sínum og má þar nefna Bikarmót sem haldið var á Selfossi sl. mars þar stóð hún sig frábærlega þrátt fyrir að ná ekki á verðlaunapall. Kristín varð Innanfélagsmeistari með hópnum sínum 11. maí sl. þar sem hún skipaði stórt hlutverk. Síðastliðið vor tók Kristín svo þátt í Vortrompmótinu sem haldið var hér í Keflavík og stóðu stúlkurnar sig einkar vel, þær urðu í 1. sæti á dýnu og  á trampólíni.
Það liggur því enginn vafi í því að hér er á ferðinni topp fimleikastúlka með bjarta framtíð.

Stjórn og þjálfarar deildarinnar óska Kristínu til hamingju með afrekin á árinu.