Fréttir

Fimleikar | 31. desember 2008

Fimleikamaður Keflavíkur

Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir er fimleikamaður Keflavíkur 2008.  Berglind hefur æft hópfimleika í mörg ár og er lykilmaður í liði sínu hjá Keflavík.  Helstu afrek Berglindar og auðvitað liðsins á árinu eru eftirfarandi.

2 sæti á trampólíni og dansi á bikarmóti FSÍ í hópfimleikum

Á íslandsmóti í hópfimleikum náði Keflavík í fyrsta skipti að keppa til úrslita á öllum áhöldum.  En á íslandsmót komast aðeins að sex bestu liðin frá mótum vetrarins.  Stúlkurnar stóðu sig frábærlega og urðu í 2 sæti í dansi og á dýnu.

Liðið sem Berglind keppir með var einnig innanfélagsmeistari Keflavíkur í hópfimleikum í ár.  Var það í fyrsta sæti á öllum áhöldum.

Á haustmóti FSÍ 22. nóvember síðastliðinn sendi Keflavík í fyrsta skipti lið í teamgym í fullorðinsflokki en þá er dæmt eftir Evrópureglum.  Liðið stóð sig mjög vel og lenti í 2 sæti samanlagt.

Berglind Björk er mikill íþróttamaður og fyrirmynd annara í félaginu.  Fimleikadeildin er stolt af að hafa hana innan sinna raða.