Fréttir

Fimleikar | 27. júlí 2023

Fimleikafjör í ágúst

Fimleikafjör í ágúst!

 

Búið er að opna fyrir skráningu fyrir námskeið í ágúst! 

 

Fimleikadeild Keflavíkur býður upp á eftirfarandi sumarnámskeið í fimleikum með ýmsum uppákomum fyrir krakka fædda 2012-2015. Námskeiðin eru uppsett þannig að farið verður vel í almennan grunn í fimleikum, útiveru og leikjum. Ekki er krafa um reynslu í fimleikum:

8.-10. ágúst 09:00-12:00  kr. 7,900.-

14.-17. ágúst  09:00-12:00  kr. 9,900.-

Deildin að bjóða upp á FRÍAR fimleikaæfingar 14.-16.ágúst fyrir börn fædd 2015-2011 frá klukkan 13:00-14:00. 

Einnig verður í boði stakir dagar í fimleikafjöri mánudaginn 21.ágúst og miðvikudaginn 22. ágúst fyrir börn fædd 2012-2015 frá kl 9:00-12:00 á 3,000 kr dagurinn. 

Skráning hérna https://www.sportabler.com/shop/keflavik/fimleikar