Fimleikadrengir Keflavíkur unnu fyrsta bikarmeistaratitil félagsins
Nýliðna helgi fór fram bikarmót í 4. og 5. þrepi karla og kvenna. Keppendurnir frá Keflavík náðu mjög góðum árangri. Ber þar hæst bikarmeistaratitill drengjanna í 5. þrepi, en það skipaði Andrés Emil Guðnýjarson, Heiðar Geir Hallsson, Kristófer Máni Önundarson, Magnús Már Garðarsson, Magnús Orri Arnarsson og Sæþór Kristjánsson. Þessi árangur er stórglæsilegur og sérstaklega í ljósi þess hve stutta sögu drengjafimleikar eiga sér hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Einnig unnu þeir Andrés, Kristófer og Sæþór sér inn þátttökurétt á Íslandsmót í lok mánaðarins með því að ná þrepinu. En þeir Heiðar Geir og Magnús Orri höfðu þegar náð þrepinu fyrr á þessu ári. Þjálfari þeirra er Vilhjálmur Ólafsson sem á mikið hrós skilið.
Drengirnir okkar í 4. þrepi kepptu einnig og enduðu þeir í 3. sæti í samanlögðu. Það skipaði Atli Viktor Björnsson, Davíð Freyr Sveinsson, Ísak Einar Ágústsson og Samúel Skjöldur Ingibjargarson.
Í 5. þrepi kvenna endaði Keflavík í 4. sæti. 5. þrepið skipuðu þær Ásdís Birta Hafþórsdóttir, Birta Dís Barkardóttir, Emma Jónsdóttir, Júlía Gunnlaugsdóttir, Viktoría Kristín Jónsdóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Katrín Hólm Gísladóttir. Og gaman að segja frá því að þær náðu allar þrepinu og unnu sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti.
Í 4. þrepi kepptu þær Hildur Björg Hafþórsdóttir, Klara Lind Þórarinsdóttir, Lovísa Björk Davíðsdóttir og Lovísa Gunnlaugsdóttir en þær kepptu sem gestir þar sem það náðist ekki í lið. Hún Klara Lind náði þrepinu og þar með inn á Íslandsmót.
Við Keflvíkingar getum nú ekki annað en verið stolt af okkar fimleikafólki. Og við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, bæði iðkendum og þjálfurum.
Öll úrslit má finna hér: http://fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/572-úrslit-frá-bikarmóti-í-5-4-þrepi-2015