Fimleikadeildin auglýsir eftir yfirþjálfara í hópfimleikum og í aðrar þjálfarastöður
Fimleikadeild Keflavíkur er ört stækkandi deild sem telur um 700 iðkendur í dag. Með fjölgun iðkenda verður til eftirspurn eftir þjálfurum. Deildin auglýsir eftirfarandi störf:
- Yfirþjálfara í hópfimleikum
- Þjálfari í hópfimleikum
- Þjálfari í áhaldafimleikum
- Þjálfari í almenna deild (krílafimleikar, krakkafimleikar, grunn- og framhaldshópar, fimleikar fyrir alla)
- Dansþjálfari í hópfimleikum.
Auglýsingar í hverja stöðu fylgja fréttinni á íslensku og ensku.
Nánari upplýsingar um störfin er hægt að nálgast hjá Evu Hrund, framkvæmdastjóra deildarinnar - netfang: fimleikar@keflavik.is