Fimleikadagarnir heppnuðust vel
Fimleikadagarnir heppnuðust mjög vel. Hjá 5 ára komu foreldrar að horfa á og sumir prufuðu áhöldin. Hjá eldri iðkendum var meira gert úr að foreldrar myndu prufa og voru sumir foreldrar mjög virkir og voru með allan tímann - geðveikt gaman. Sumir töluðu jafnvel um að það þyrfti að stofna foreldrahóp á næsta ári - ágætis hugmynd enda sýndu sumir mjög góða takta. Á Fimleikadeginum laugardaginn 23. maí kom fulltrúi frá Sparisjóðnum og skrifaði undir áframhaldandi samning við Fimleikadeildina og gaf sparisjóðurinn öllum iðkendum bol, merktan Keflavík og Sparisjóðnum. Það eru komnar fullt af myndum frá þessum dögum inn í myndaalbúmið - endilega kíkið.
Nú fer að styttast í að allir hópar fari í sumarfrí. Sumaræfingar byrja 12. júní. Tinna sér um sumaræfingar áhaldahópa og Heiðrún Björk um sumaræfingar tromphópa. Stundatöflur fyrir sumaræfingarnar koma hér inn bráðlega.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar.