Fimleika maður ársins og norðurlandameistari
Heiðrún Rós er ein af fremstu fimleikastúlkum landsins. Hún er 26 ára og enn í ótrúlegri framför. Hún hefur frá 5 ára aldri æft hjá Fimleikadeild Keflavíkur, fyrst í áhaldafimleikum og síðar í hópfimleikum. Hún hefur alla tíð verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í starfi deildarinnar, bæði sem iðkandi og sem þjálfari. Í janúar sl. fór hún í danskan fimleikaskóla, Ollerup. Hún keppti fyrir hönd skólans með Mix liðinu, þar sem konur og karlar keppa saman í liði. Liðið varð Danmörku meistari í maí en með sigrinum öðlaðist skólinn þátttökurétt á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram 12. nóvember síðastliðinn. Heiðrún lagði mikið á sig til að festa sig í sessi í liðinu, æfði m.a. með Gerplu í Kópavogi og fór þrisvar sinnum til Danmörku í æfingabúðir og var að lokum ein af 6 stúlkum sem var valin í Norðurlanda lið skólans. Liðinu gekk gríðarlega vel á mótinu og varð Norðurlandameistari í Mix flokki árið 2011.
Núna stefnir Heiðrúnu Rós hátt, þ.e. að komast í lið fyrir Evrópumótið sem verður haldið næsta haust.
Það er heiður fyrir Fimleikadeild Keflavíkur að geta sagt að Heiðrún Rós sé alin upp í deildinni og einnig spennandi að fylgjast með framvindu mála hjá henni. Einnig getur deildin beðið spennt eftir því að hún komi aftur til starfa sem þjálfari, með alla þá reynslu sem hún hefur öðlast.
Fimleikadeild Keflavíkur óskar henni til hamingju með árangurinn.