Fréttir

Fimleikar | 21. október 2021

Félagsgalli Fimleikadeildar

Kæru foreldar/forráðamenn

Búið er samþykkja nýjan félagsgalla fyrir Fimleikadeild Keflavíkur. Þetta eru flottir gallar frá Macron. Gaman er að segja frá því að við verðum í eins göllum og körfuboltinn svo þeir krakkar sem æfa báðar íþróttir nota sama gallann sem er kostur.

Til að kaupa félagsgallann farið þið inn á www.macron.is

Farið í Liðin okkar og veljið Keflavík

Eftir það veljið þið félagsgallann, þar getið þið valið stærð ásamt því að merkja hann ef það er áhugi fyrir því.  Ekki gleyma að haka við fimleikar þegar þið pantið.

Það eru tvær peysur í boði bæði hálfrennd og heilrennd. Það er ykkur val hvora þið pantið. Það gæti þó verið betra fyrir stúlkur að taka heilrennda uppá snúðinn.

Keppnisföt á fimleikamótum eru eftirfarandi :

Áhaldafimleikar stúlkna: Macron peysa (heil- eða hálfrennd), Macron buxur og keppnisbolur.

Áhaldafimleikar drengja: Macron peysa (heil- eða hálfrennd), hvítar keppnisbuxur og keppnisbolur

Hópfimleikar stúlkna: Macron peysa (heil- eða hálfrennd), heilgalli eða keppnisbolur + svartar leggings  buxur (mismunandi eftir flokkum).

Hér er linkurinn á hálfrenndri peysu

https://macron.is/vara/felagsgallikefkarfa/

hér er linkurinn á heilrenndri peysu

https://macron.is/vara/felagsgallikeffimleikar/