Fréttir

Fimleikar | 16. febrúar 2006

Bikarmót í Hópfimleikum 2006

 

Bikarmótið í hópfimleikum fór fram föstudaginn 10. febrúar í nýrri fimleikaaðstöðu hjá Gerplu í Kópavogi.   Fimleikahúsið er staðsett á Versölum 6 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

Bikarmót er eitt af mörgum mótum í hópfimleikum þar sem lið keppa til verðlauna og eru yfirleitt um 12 í hverju liði en minnst mega vera 6 í hverju liði.  Alls tóku þátt 9 lið þetta árið.

Þeir sem mega keppa á bikarmótum verða að vera í mið - eða eldri hóp og sendi Fimleikadeild Keflavíkur miðhóp H-1 á mótið.

H-1 gekk bara bærilega þrátt fyrir nokkur meiðsli í hópnum og var hópurinn með erfiðleika upp að 22 - þ.e. gátu mest fengið 22 stig í samanlagt en fengu samtals 14 stig.

Þessar stúlkur tóku þátt:

Díana Karen Rúnarsdóttir, Elísa Sveinsdóttir, Elva Björk Sigurðardóttir, Halldís S. Thoroddsen, Hildur Ösp Randversdóttir, Jóna Kristín Birgisdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Lovísa Kjartandsdóttir, Nína Rún Bergsdóttir, Sigríður Eva Sanders og Snædís Anna Valdimarsdóttir.  Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir kom með en hún var meidd og gat ekki keppt með en studdi vel við bakið á stelpunum í staðinn.