Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum
Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum var haldið um síðustu helgi. Bikarmót í áhaldafimleikum er liðakeppni og eru 6 í liði og 4 hæstu á hverju áhaldi telja. Fimleikadeildin í Keflavík sendi lið í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Liðið í 5. þrepi skipa mjög efnilegar stelpur sem margar eru á sínu fyrsta ári í 5. þrepi. Þær stóðu sig vel og lentu í 7. sæti samanlagt. Liðið í 5. þrepi er skipað eftirfarandi stúlkum. Aðalheiður lind Björnsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Emelía Britt Einarsdóttir, Ingunn Eva Júlíusdóttir, Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman og Thelma Hrund Helgadóttir. Liðið í 4. þrepi stóð sig vel og lenti í 5.sæti samanlagt. Það var gaman að sjá hvað þær stóðu sig vel á jafnvægisslánni en þar urðu þær í 2. sæti. Agnes Sigurþórsdóttir, Eydís Ingadóttir, Helena Rós Gunnardótir, Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir, Ólöf Rún Guðsveinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir skipa liðið í 4. þrepi.