Bikarmeistarar í Almennum Fimleikum
Síðustu vikur hafa verið spennandi hjá Fimleikadeild Keflavíkur og margt um að vera.
Helgina 19.-21. apríl var haldið Bikarmeistaramót í almennum fimleikum í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Þetta mót var á vegum FSÍ og er þetta í fyrsta sinn sem það er haldið. Fimleikadeild Keflavíkur fékk þann heiður á að vera mótshaldari. Þetta er liðakeppni þar sem 3 telja í hverju liði. Fimleikadeild Keflavíkur sendi sex lið að þessu sinni og stóðu þau sig öll mjög vel. Þau lið sem tóku þátt var; Keflavík, Grótta, FIMA, Sindri, Hveragerði, Stokkseyri og Fjölnir. Í flokki A, 13 og 14 kvk átti Keflavík tvö lið. Annað liðið var í 2. sæti og hitt liðið í 3. sæti. Fimleikadeild Keflavíkur átti eitt lið í flokki B 17 ára kvk og flokki A 17 ára kvk. Bæði liðin urðu Bikarmeistarar í sínum flokki og vill Fimleikadeildin óska þeim innilega til hamingju með þann árangur.
Úrslit
B – 9-10 ára kvk
1. Sæti – FIMA 13
2. Sæti – Hveragerði 4
3. Sæti – FIMA 14
B – 11-12 ára kk
1. Sæti – Sindri 1
2. Sæti – FIMA 15
B – 11-12 ára kvk
1. Sæti – Grótta D
2. Sæti – FIMA 2
3. Sæti – FIMA 1
B – 13 ára kvk
1. Sæti – Fjölnir 4
2. Sæti – Grótta A
3. Sæti – Fjölnir 3
B – 14 ára kvk
1. Sæti – FIMA 7
2. Sæti – Fjölnir 5
3. Sæti – FIMA 10
B – 15-16 ára kvk
1. Sæti Stokkseyri 1
2. Sæti Fjölnir 2
3. Sæti Stokkseyri 2
B – 17 ára kvk
1. Sæti – Keflavík 4
A – 11-12 ára kvk
1. sæti FIMA 5
2. sæti FIMA 4
3. sæti FIMA 6
A – 13-14 ára kvk
1. Sæti – FIMA 8
2. Sæti – Keflavík 2
3. Sæti – Keflavík 3
A – 15-16 ára kvk
1. Sæti FIMA 9
2. Sæti Fjölnir 1
A – 17 ára kk
1. Sæti FIMA 3
A – 17 ára kvk
1. Sæti – Keflavík 1
Bryndís-Rakel-Eydís - Bikarmeistarar í flokki A 17 ára og eldri
Bæði Bikarmeistaraliðin og liðin sem hlutu verðlaun í flokki A 13-14 ára.
Liðin í flokki B 13 ára ásamt þjálfurum.