Fréttir

Fimleikar | 1. desember 2009

Berglind Björk Íslandsmeistari í almennum fimleikum

Um helgina fór fram Íslandsmót í almennum fimleikum og meistaramót á Selfossi. Keppt var í 3.- 6. þrepi og voru keppendur frá Keflavík fimm talsins. Á laugardeginum var keppt í 3. þrepi og áttum við þrjá keppendur, þær stóðu sig allar mjög vel en Alexía Rós Viktorsdóttir  varð í 2. sæti á trampólíni, Ásdís Björk Jónsdóttir varð í 2. sæti á dýnu og Olga Ýr Georgsdóttir hafnaði í 1. sæti á trampólíni, 3. sæti á dýnu, 3. sæti á gólfi og 3. sæti á stökki og 2. sæti samanlagt á öllum áhöldum.

Á sunnudeginum var keppt í 4.- 6.þrepi og einnig var meistaramót í 1.- 6. þrepi. Þann dag áttum við tvo keppendur. Kristín Sigurðardóttir keppti í 5. þrepi og lenti hún í 2. sæti á gólfi, Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir keppti í 6. þrepi og sigraði á öllum áhöldum og er því Íslandsmeistari í 6. þrepi.

 

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn