Fréttir

Fimleikar | 5. desember 2008

Aðventumót Ármanns

Aðventumót Ármanns var haldið 28. og 29. nóvember.  Fimleikadeild Keflavíkur sendi 40 stúlkur í 4, 5 og 6 þrepi íslenska fimleikastigans.  Þær voru allar sem ein glæsilegir og prúðir fulltrúar fyrir sitt félag og er framtíðin björt hjá fimleikunum í Keflavík með svona stóran hóp af duglegum stúlkum.  Á föstudeginum var keppt í 4 þrepi og var Helena Rós Gunnarsdóttir í 4 sæti samanlagt með 53,8 stig.  Á laugardeginum var keppt í 5 og 6 þrepi.  Thelma Hrund Helgadóttir var í 2 sæti í 5 þrepi fæddar 1997 og eldri með 50,3 stig samanlagt.  Í 5 þrepi stúlkna fæddum 1998 var Björk Gunnarsdóttir í 5 sæti með 50,4 stig samanlagt.  Erna Freydís Traustadóttir var í 6 sæti í 6 þrepi fæddar 1999 með 58,15 stig.  Fimleikadeildin óskar þeim sem og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.