Aðventumót Ármanns
Núna um helgina áttum við glæsilegan hóp þátttakenda á Aðventumóti Ármanns í Reykjavík.
Um 40 stúlkur tóku þátt í 4 hlutum mótsins. Bæði var um einstaklingskeppni að ræða og liðakeppni. Þær voru allar sem ein glæsilegir og prúðir fulltrúar fyrir sitt félag og það verður að segjast að með svona stóran hóp af duglegum stúlkum er framtíðin björt hjá fimleikunum í Keflavík.
Rakel Halldórsdóttir keppti í 4.þrepi á laugardeginum og stóð sig mjög vel, stúlkur úr A1 og A2 náðu góðum árangri í 5 þrepi A&B einnig á laugardeginum. Í 5.þrepi A varð Helena Rós Gunnarsdóttir efst af okkar stúlkum í 8 sæti með 53,1 stig sem er glæsilegt skor og í 5.þrepi B var Elfa Falsdóttir efst í 5 sæti með 50,25 stig.
Á Sunnudeginum fór fram keppni í 6.þrepi í 3 aldursflokkum með rúmlega 150 þáttakendum. Við áttum keppendur í öllum flokkum sem stóðu sig afar vel. Harpa Hrund Einarsdóttir var hæst okkar stúlkna í 6.þrepi með 55,60 stig sem er afar glæsileg einkunn og skilaði henni í 6 sæti í harðri keppni.
Stúlkurnar okkar fæddar 1999 náðu 2.sæti í liðakeppni sem er einnig frábær árangur. Þær stóðu saman og voru allar að skila sínum æfingum af mikilli prýði.
Hér voru allir að vinna að sínum markmiðum. Hver og ein er að stefna að ákveðnum árangri, að ná tökum á ákveðinni æfingu eða tækni eða kjarki til að taka þátt í móti. Því eru margir sigrar sem ekki mælast í tölum sem áttu sér stað um helgina og erum við afar stolt af öllum iðkendunum sem þátt tóku.
Yfirþjálfarar og Stjórn.