Fréttir

Fimleikar | 3. febrúar 2010

Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur

24. aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur

 

 

Eva Björk formaður kynnti skýrslu stjórnar Fimleikadeildar Keflavíkur 2009.  Í skýrslunni talar hún m.a. um væntanlega ferð iðkenda 14 ára og eldri á Eurogym hátíðina í Óðinsvéum í Danmörku 10.-16. júlí n.k.. Góðan uppgang í strákafimleikum og bjartsýni um áframhaldandi aukningu. Einnig er fyrirhugað að setja á stofn parkour hóp. Eva minntist einnig á að með tilkomu hússins voru keypt ný áhöld og þetta er m.a. í fyrsta sinn sem iðkendur okkar geta æft á dansgólfi. Árið 2007 fékk deildin loforð um fimleikahús en vegna efnahagsástandsins var því slegið á frest. Sl. haust var ákveðið að Íþróttaakademían yrði gerð að fimleikahúsi. Nýlega eru hafnar æfingar í húsinu og við alsæl með aðstæðurnar. Í desember ákvað stjórnin að ráða til sín framkvæmdarstjóra sem hefur yfirumsjón með starfsemi deildarinnar ásamt stjórninni. María Óladóttir var ráðin og hóf hún störf 1. janúar s.l.

Fríða María kynnti reikninga deildarinnar fyrir árið 2009 og voru þeir samþykktir.

Kosningar. Eva gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og mælti með Helgu Hildi Snorradóttur sem var samþykkt samhljóða. Meðstjórnendur eru Ingi Þór Einarsson, Fríða María Sigurðardóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Halldóra B. Guðmundsdóttir. Varamenn eru Andrés Þ. Eyjólfsson, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Eva Björk Sveinsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir.       

Kosning endurskoðenda: Þórarinn G. Reynisson og Hörður Ragnarsson, til vara Jón Ólafur Jónsson.

Önnur mál:

Fráfarandi formaður þakkar foreldrum og iðkendum alla hjálpina við áhaldaburð og fluttninga í Íþróttaakademíu. Einnig þakkar hún Hildi Guðjónsdóttur og Herdísi Halldórsdóttur samstarfið.

Nýr formaður, Helga Hildur, þakkar traustið og gerir ráð fyrir frábærum árangri í kjölfarið af glæslilegri aðstöðu.

Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir og Helena Rós Gunnarsdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2009.

Kári Gunnlaugsson þakkar Evu gott starf og býður Helgu Hildi velkomna. Minnir á aðalfund aðalstjórnar 25. febrúar. Talar einnig um byggingu félagsaðstöðu við íþróttahúsið og segir Fimleikadeildina velkomna þangað þó öll aðstæða sé til staðar í Íþróttaakademíunni. Kári þakkar glæsilega skýrslu sem og reikninga. Skilaði kveðju frá formanni aðalstjórnar og þakkar fyrir sig.

Ellert Eiríksson fundarstjóri þakkar fyrir sig og sleit fundi.