Fréttir

Fimleikar | 7. febrúar 2005

Aðalfundur fimleikadeildar Keflavíkur

Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur var haldinn miðvikudaginn 26. janúar.  Fundarstjóri var Ellert Eiríksson.  Er skemmst frá því að segja að rekstur deildarinnar gekk vel á síðasta ári.  Nokkrir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér í hús og var Selma Ólafsdóttir og Halldís Thoroddsen heiðraðar fyrir góðan árangur í fimleikum.  Formaður Keflavíkur, Einar Haraldsson veitti síðan fimleikadeildinni styrk frá aðalstjórn Keflavíkur.  Engar mannabreytingar urðu á stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur.

Ellert Eiríksson fundarstjóri.

Einar Haraldsson afhendir Ellu Möggu styrk frá aðalstjórn

Nína gjaldkeri og Ellert fundarstjóri

Ella Magga formaður afhendir Selmu viðurkenningu