Aðalfundur Fimleikadeildar
Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram 27. janúar. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson. Rekstur deildarinnar gekk ágætlega eins og undanfarin ár. Nokkrar mannabreytingar vera á stjórn deildarinnar. Sveinbjörg og Jónína eru að draga sig í hlé og einnig er Herdís að fara í fæðingarorlof. Nýir í stjórn eru Andrés Þórarinn Eyjólfsson, Fríða María Sigurðardóttir og Ingi Þór Einarsson. Eru þau boðin velkomin til starfa. Eva Björk Sveinsdóttir er nýr formaður deildarinnar en hún er öllum hnútum kunnug enda var hún formaður árin 2006 og 2007
Stjórn deildarinnar veitti síðan fimleikafólki viðurkenningar. Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir fimleikamaður Keflavíkur og Rakel Halldórsdóttir innanfélagsmeistari í áhaldafmleikum 2008 fengu viðurkenningar. Einnig veitti deildin viðurkenningar fyrir að komast í úrslit á íslandsmóti FSÍ. Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir komst á íslandsmót í 5 þrepi í áhaldafimleikum og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Berglind Björk Sigurðardóttir, Brynja Rúnarsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Louisa Ósk Ólafsdóttir, Selma Kristín Ólafsdóttir og Sigríður Eva Sanders komust í úrslit á öllum áhöldum á íslandsmóti í hópfimleikum.
Í lok fundarins var þeim sem mættu boðið upp á kökur, kók og prins.