Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur var haldin 29. janúar. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson. Rekstur deildarinnar gekk ágætlega á síðasta ári eins og undanfarin ár. Engar mannabreytingar urðu á stjórn deildarinnar en tilfæringar urðu á störfum. Eva Sveinsdóttir ætlar að draga sig í hlé sem formaður deildarinnar og verður varaformaður. Sveinbjörg Sigurðardóttir tekur við sem formaður.
2 stúlkum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í fimleikum. Þær heita Kristín Sigurðardóttir, fimleikamaður Keflavíkur 2007 og Selma Kristín Ólafsdóttir, innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum 2007.
Í lok fundarins var þeim sem mættu boðið upp á kók og prins.
|