Aðalfundur Fimleikadeildar
Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur var haldinn 29. janúar. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson. Er skemmst frá því að segja að rekstur deildarinnar gekk ágætlega á síðasta ári. Litlar breytingar urðu á stjórn deildarinnar. Ella Magga ritari og fyrrverandi formaður deildarinnar gaf ekki kost á sér áfram og eru hennar færðar þakkir fyrir samstarfið undanfarin ár. Eva Sveinsdóttir gaf kost á sér áfram sem formaður deildarinnar.
3 stúlkum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í fimleikum. Þær heita Þorgerður Magnúsdóttur úr áhaldafimleikum, Elísa Sveinsdóttir og Hólmfríður Ármannsdóttir úr hópfimleikum.
Um 20 manns mættu á fundin og var þeim í boðið upp á kók og prins í lok fundarins.