Aðalfundur fimleikadeildar
Aðalfundur Fimleikadeildar Keflavíkur var haldinn 25. janúar. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson. Er skemmst frá því að segja að rekstur deildarinnar gekk ágætlega á síðasta ári. Mannabreytingar urðu á stjórn deildarinnar. Ella Magga gaf ekki kost á sér sem formaður en situr áfram í stjórn. Eva Sveinsdóttir var kjörin nýr formaður. Kolbrún Pétursdóttir og Ágústa Ásgeirsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram og þeirra sæti í stjórn taka þær Halldóra Guðmundsdóttir og Helga Hildur Snorradóttir. Eru nýjar stjórnarkonur boðnar velkomnar og þeim gömlu þakkað fyrir samstarfið.
4 stúlkum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í fimleikum. Þær heita Selma Ólafsdóttir, Elísa Sveinsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir og Sunneva Fríða Böðvarsdóttir.
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur sagði hvað helst væri á döfinni hjá félaginu, þar ber hæst bygging félagsaðstöðu við sundmiðstöðina. Um 30 manns mættu á fundinn sem er mikil fjölgun frá síðasta aðalfundi. Í lokin var síðan boðið upp á kók og prins.