Fréttir

Aðalfundur 30 janúar 2020
Fimleikar | 12. febrúar 2020

Aðalfundur 30 janúar 2020

Aðalfundur fimleikadeild Keflavíkur fór fram 30 janúar kl 19:00. Fundastjóri okkar var Einar Haraldsson og þökkum við honum kæralega fyrir aðstoðina. Fyrrverandi formaður deildarinnar Tinna Ösp Káradóttir fór yfir skýrslu deildar um starfsemina á liðnu starfsári. Einnig fór Fyrrverandi gjaldkeri deildarinnar Þóra Guðrún Einarsdóttir yfir endurskoðaða reikninga deildarinnar.

 

Hún Erna Ósk Steinarsdóttir fékk brons merki frá Keflavík þar sem hún er búin að vinna embættisverk fyrir hönd fimleikadeild Keflavíkur í 5 ár.  Embættisverk fyrir hönd Keflavíkur eru þannig ef þú hefur starfað í 5 ár færðu bronsmerki, 10 ár silfurmerki og í 15 ár gullmerki. Innilega til hamingju Erna Ósk okkar.

Sjá mynd hér fyrir neðan

 

Í ár hættu fimm stjórnamenn, Tinna Ösp Káradóttir formaður, Erna Ósk Steinarsdóttir varaformaður, Þóra Guðrún Einarsdóttir gjaldkeri, Guðný María Jóhannsdóttir meðstjórnandi og  Sveinbjörg Óalfsdótir meðstjórnandi. Og þökkum við þeim innilega fyrir vel unnin störf á árinu. Á fundinum afhenti Linda Hlín formaður þeim gjafir fyrir vel unnin störf sjá mynd hér fyrir neðan

 

Einnig bjargaði Heiðrún Rós Þórðardóttir okkur en hún sá um tölvupóstinn fyrir deidina ásamt ýmsum verkefnum en nú fara hennar störf yfir á nýja verðandi rekstarstjórann okkar. Elsku Heiðrún Rós takk fyrir aðstoðina á árinu.

 

Stjórnamenn fimleikadeild Keflavíkur árið 2020. Formaður Linda Hlín Harðardóttir kostin til eins árs, Margrét Knútsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir meðstjórnendur kosnar til tveggja ára. María Jóna Jónsdóttir og Elva Björk Sigurðardóttir meðstjórnendur kosnar til eins árs. Og varamenn Heiðar Róbert Birnuson og Edda Guðrún Pálsdóttir.

 

Nýja stjórnin hlakka til að eiga gott fimleikaár með ykkur kæru foreldrar/forráðamenn og iðkenndur. Áfram Keflavík.