2.sæti á Unglingalandsmóti 2013
Um Verslunarmannahelgina fór fríður hópur stúlkna á Unglingalandsmót sem haldið var á Höfn í Hornafirði. Stúlkurnar höfðu æft saman sérstaklega fyrir þetta mót undir leiðsögn Heiðrúnar Rósar Þórðardóttur (Yfirþjálfara hópfimleika) sem var með sérnámskeið í sumar fyrir iðkendur sem stefndu á að keppa í hópfimleikum á Unglingalandsmótinu. Hópurinn gerði sér lítið fyrir og hreppti 2.sæti sem er frábær árangur ! Flestar af okkar stúlkum stunda áhaldafimleika og því voru þessi úrslit afar ánægjuleg. Hér fyrir neðan er mynd af silfurverðlaunahöfunum.
Fimleikaskvísurnar Ingunn Eva, Alísa Rún, Kolbrún og Eydís tóku upp á því að keppa í sundi og mynduðu þær boðsundslið og kepptu þær í flokki 16.ára og eldri, þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu bronsverðlaun.
Ingunn Eva Júlíusdóttir, Alísa Rún Andrésdóttir, Eydís Ingadóttir og Kolbrún Júlía Newman,
Fimleikadeild Keflavíkur óskar öllum sínum iðkendum innilega til hamingju með flottan árangur á Unglingalandsmótinu.