Fréttir

Þjálfaranámskeið 1B í Keflavík um helgina
Fimleikar | 13. janúar 2025

Þjálfaranámskeið 1B í Keflavík um helgina

Nú um helgina fór fram þjálfaranámskeið 1B á vegum Fimleikasambands Íslands. Námskeiðið var haldið hér í Keflavík en einnig fór fram einn hluti í Björkunum.

Tæplega 60 þjálfarar voru mættir á námskeiðið og því nóg um að vera í Akademíunni. Keflavík átti 3 þjálfara á námskeiðinu sem voru að endurmennta sig. Einnig átti Keflavík 3 kennara á námskeiðinu en Erika Dorielle, Eva Hrund og Íris Þórdís voru fengnar til að kenna námskeiði ásamt 4 öðrum þjálfurum.

Fimleikadeild Keflavíkur stærir sig í því að eiga vel menntaða þjálfara og hafa okkar þjálfarar sótt námskeið haustannar mjög vel og stefnir á að við munum eiga nóg af þjálfurum á námskeiðum vorannar einnig.

Áfram við!