Skemmtilegt Huppumót í hópfimleikum á Selfossi
Huppumót í hópfimleikum fór fram á Selfossi sunnudaginn 6. Apríl.
Keflavík sendi 6 lið til keppni, 1 í 5. Flokki, 4 í 4. Flokki og eitt drengja lið. Alls kepptu 63 keppendur frá Keflavík.
Mótið var uppsett með því markmiði að veita keppendum jákvæða reynslu á því að stíga fram í keppnisumhverfi. Liðin fengu síðan verðlaun fyrir sitt besta áhald, gjafabréf á Huppu og frítt í sund á Selfossi.
Keppendur skemmtu sér frábærlega, sýndu fallega fimleika og sterka liðsheild.