Fréttir

Magnaður árangur á Íslandsmóti
Fimleikar | 14. apríl 2025

Magnaður árangur á Íslandsmóti

2. flokkur og Meistaraflokkur kepptu á laugardeginum og bæði liðin í stökkfimi.

2. flokkur gerði sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í stökkfimi ásamt því að vera efstar í gólfæfingum og í 3. sæti á dýnu.

Nýstofnaður meistaraflokkur, sem nýverið hófu skipulagðar æfingar, urðu í 4. sæti af 8 liðum. Jafnframt urðu þau í 2. sæti á dýnu og trampólíni.

3. flokkur keppti svo á sunnudeginum í B-deild og voru þær efstar í sinni deild og komu því heim með gull um hálsinn. Stúlkurnar voru jafnframt í 2. sæti í gólfæfingum, 3. sæti á dýnu og 1. sæti á trampólíni.

Alveg hreint frábær árangur hjá öllum okkar liðum og hlökkum við til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Til hamingju með árangurinn iðkendur og þjálfarar!

 

Myndasafn