GK mót í hópfimleikum 2025
GK mót í hópfimleikum fór fram helgina 28. Febrúar-2. Mars í Stjörnunni. Þar kepptu stúlkur frá Keflavík í 2. Flokki stökkfimi.
Þær stóðu sig vel á mótinu og höfðu gaman af. Stelpurnar tryggðu sér bronsverðlaun á dýnu og 4. Sæti í samanlögðum árangri.
Mótið var gott undirbúningsmót fyrir Bikarmót sem haldið verður í Fjölni en þar fara keppa tvö lið frá Keflavík, 2. Flokkur í hópfimleikum og 3. flokkur í hópfimleikum.