Fréttir

Bikarmótshelgi
Fimleikar | 24. mars 2025

Bikarmótshelgi

Sannkölluð Bikarmótsveisla var í Egilshöll um helgina en Bikarmót í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum var haldið frá föstudegi til sunnudags.

Keflavík sendi tvö lið frá sér í hópfimleikum, 2. flokk og 3. flokk. Stúlkurnar í 2. flokk stóðu sig vel og lentu til að mynda í 4. sæti á dýnu. 3. flokks liðið sem keypti í B-deild gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið, en einnig voru þær í 1. sæti á gólfi, 3. sæti á dýnu og í 4. sæti á trampólíni.

Keflavík átti einnig keppendur í áhaldafimleikum og fóru 3 Keflavíkurstúlkur á mótið.

Guðlaug Emma Erlingsdóttir keppti með sameiginlegu liði Keflavíkur, Stjörnunnar og Bjarkanna og lenti liðið í 2. sæti í 1. þrepi. Guðlaug var einnig 4. hæðst á gólfi.

Snædís Líf Einarsdóttir og Harpa Guðrún Birgisdóttir kepptu með sameiginlegu liði Keflavíkur og Fjölnis í 3. þrepi, B-deild, og vann liðið til gullverðlauna á mótinu. Jafnframt var Snædís Líf stigahæst í fjölþraut í þeim hluta ásamt því að ná þrepinu. Snædís var einnig stigahæst á tvíslá. Harpa Guðrún var 5. hæðst í fjölþraut, stigahæðst á gólfi, önnur á slá og þriðja á gólfi.

Við óskum okkar stúlkum til hamingju með gott Bikarmót - framtíðin er björt!

 

Myndasafn