Fréttir

Afreksíþróttir FS
Fimleikar | 14. janúar 2025

Afreksíþróttir FS

Núna eftir áramót er loksins boðið upp á fimleika sem val í afreksíþróttum hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Allir fimleikaiðkendur,  hvort sem þeir eru skráðir í okkar félag eða í annað félag munu hér eftir standa þessi valmöguleiki í boði. Þessu fögnum við!

Við byrjum lítið en á vorönn eru tveir iðkendur okkar skráðir í afreksíþróttir FS en það eru þær Jóhanna Ýr Óladóttir og Elísabet Kristín Ásbjörnsdóttir. Þær mæta núna tvisvar sinnum í viku á morgnanna á aukafimleikaæfingar en við setjum annan fókus á þessa tíma en á þeirra venjulegum fimleikaæfingum. Mikil áhersla er lögð á fyrirbyggjandi styrktaræfingar, teygjur og rúllur. 

Þjálfarar eru þær Eva Hrund Gunnarsdóttir og Íris Þórdís Jónsdóttir.

Við vonum að enn fleiri bætist í hópinn á næstu önn.

 

Myndasafn