Fréttir

Fimleikar | 13. janúar 2022

Viltu koma í stjórn Fimleikadeildarinnar?

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Því miður er smitum að fjölga mikið okkar nærumhverfi og því viljum við minna á að senda ekki börnin að æfingu ef þau eru með flensu einkenni. Við viljum líka nota tækifærið og óska eftir foreldrum sem væru til í að koma í stjórn Fimleikadeildarinnar. Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur er mönnuð af foreldrum í sjálfboðavinnu sem sjá um rekstur deildarinnar í samvinnu við rekstrarstjóra. Eins og þið flest vitið þá vinna margar hendur létt verk og óskum við eftir sjálfboðaliðum sem myndu vilja hjálpa okkur að gera deildina enn betri.

Kveðja, Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur