Fréttir

Fimleikar | 16. maí 2023

Forskráning í fimleika - haust 2023

Forskráning í fimleika veturinn 2023-2024 opnar miðvikudaginn 17. maí kl. 10:00

  • Forskráning í fimleika -grunnhópar fyrir börn fædd árið 2016-2018
  • Forskráning í áhaldafimleika - fyrir börn fædd árið 2000-2015
  • Forskráning í hópfimleika- fyrir börn fædd árið 2000-2015

 

Greiða þarf staðfestingargjald - 10.000 við skráningu sem gengur uppí gjöldin á næsta tímabili. 

 

Hópfimleikar er liðsíþrótt sem samanstendur af 6-15 manna liði. 

Keppt er á þremur mismunandi áhöldum, trampólíni, dýnustökki og gólfæfingum, í flokki kvenna, karla og blandaðra liða. 

Í hópfimleikum er skipt í hópa eftir aldri og fara áherslur á æfingum eftir aldri og getu iðkenda. Keppt er frá 5. flokk og upp í meistaraflokk og aukast erfiðleikakröfurnar eftir því sem líður á. 

Hópfimleikar er frábær íþrótt fyrir stúlkur og drengi sem vilja læra og æfa fimleika. 

Hér er stutt kynningarmyndband um hópfimleika. 

Um hópfimleika - fimleikasamband.is

 

Áhaldafimleikar er einstaklingsíþrótt. Íþróttin er mjög krefjandi og þar þurfa einstaklingar að tengja hugar og líkamsvitund til að geta byggt upp og sett saman flóknar æfingar. Keppt er í flokki kvenna og karla. 

Í flokki kvenna er keppt á fjórum mismunandi áhöldum, jafnvægislá, tvíslá, stökki og gólfæfingum. Í flokki karla er keppt á sex áhöldum, gólfæfingum, tvíslá, stökki, bogahest, hringjum og svifrá. 

Í áhaldafimleikum er skipt í hópa eftir aldri og getu. 

Við iðkun fimleika fá börn aukinn styrk, liðleika, samhæfingu og jafnvægi. 

 

Hér er stutt kynningarmyndband um áhaldafimleika kvenna:

Um áhaldafimleika kvenna - fimleikasamband.is

 

Hér er stutt myndband um áhaldafimleika karla:

Um áhaldafimleika karla - fimleikasamband.is